Stórlúða á línuna hjá Sæunni Sæmundsdóttur ÁR-60

Það bar aldeilis vel í veiði hjá áhöfninni á krókaaflamarksbátnum Sæunni Sæmundsdóttur 25. október sl. Báturinn sem gerður er út frá Þorlákshöfn fékk stórlúðu á línuna. Að sögn Þorvaldar Garðarssonar útgerðarmanns og skipstjóra Sæunnar Sæmundsdóttur fékkst lúðan á Selvogsbanka. Mikill hamagangur og átök voru við að koma böndum á lúðuna og ná henni um borð. Eins og sjá má á myndinni er lúðan engin smásmíði, 148 kíló. Með Þorvaldi á sjónum eru synir hans Guðni Þór og Kristján.Luda_100-17-6.jpgLuda2-100-1747.jpg