Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna

Þegar tölur frá Hagstofu Íslands yfir útflutning fyrstu 9 mánuði þessa árs eru skoðaðar kemur í ljós að samanlagt útflutningsverðmæti grásleppukavíars og saltaðara grásleppuhrogna hefur aukist um 39%. Heildarverðmætið nú er 877 milljónir en var 936 milljónir allt árið 2002. Mestu munar þarna um að útflutningur saltaðra hrogna er nú 60% meiri en hann var á sama tíma í fyrra er í magni til komið yfir 7.000 tunnur.

Það er afar ánægjulegt við þessar upplýsingar að grásleppukavíarinn, fullunninn vara, hefur hækkað um fimmtung milli ára. Íslenskir kavíarframleiðendur hafa því staðið sig vel við að ná fram hækkunum úti á hinum harða markaði.