Á aðalfundum svæðisfélaga LS sem haldnir voru í haust var mikið rætt um fyrirkomulag grásleppuveiða á komandi vertíð. Fram komu tillögur til aðalfundar LS frá Fonti og Skalla að fjölga netum. Þá vildi Reykjanes, Snæfell og Strandir hefja vertíðina fyrr. Tillögunum var vísað til grásleppunefndar aðalfundar. Niðurstaða nefndarinnar var að hafna tillögum um fjölgun neta en leggja til breytingar á veiðitíma. Samþykkt aðalfundar varðandi veiðitíma var eftirfarandi:
„Aðalfundur LS samþykkir eftirfarandi tillögur varðandi svæðaskiptingu og veiðitíma fyrir vertðina 2004:
Svæði A – óbreytt. Upphafstími verði 1. apríl.
Svæði B – ytra svæði. Upphafstími verði 1. apríl.
Svæði B – innra svæði. Upphafstími verði 10. maí.
Svæði C – Lína dregin út frá Barða og hefjist veiðar sunnan línu
1. apríl, en norðan línu 10. apríl eða 10. maí.
Svæði D – Byrjunartími 15. mars.
Svæði E – Byrjunartími 20. mars.
Svæði F – Byrjunartími 20. mars.
Svæði G – Byrjunartími 5. mars.
Fundurinn samþykkir að lengd veiðitíma verði óbreytt, þ.e. 90 dagar. Sömu reglur gildi um netafjölda og verið hefur.“
Óskað hefur verið eftir við sjávarútvegsráðuneytið að tillit verði tekið til þessarar samþykktar við útgáfu reglugerðar um hrognkelsaveiðar.