Athygli vekur þegar skoðaðar eru aflatölur Fiskistofu fyrir fyrstu tvo mánuði fiskveiðiársins að ýsuafli krókaaflamarksbáta og togara er nánast sá sami og hann var á sama tíma fyrir ári. Hafði minnkað óverulega hjá krókaaflamarksbátum en aukist lítillega hjá togurunum. Þessu er þveröfugt farið hjá aflamarksbátum sem hafa aukið ýsuafla sinn um tæp 2.000 tonn eða um 57%.
Þá hefur þorskafli krókaaflamarksbáta einnig minnkað á þessu sama tímabili en aukist sem svarar til kvótaaukningarinnar 16% hjá aflamarksbátum en tæp 12% hjá togurum.
Læt ég lesendum það eftir að finna skýringar á þessu.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is