Á fundi í Vestmannaeyjum í gærkveldi sem var liður í fundarröð langtímaáætlunar um öryggi sjómanna, kom fram í máli Sigurðar Steinars Ketilssonar skipherra að fjárveitingar til LHG hefðu ekki fylgt auknum kröfum til stofnunarinnar. Nefndi hann sérstaklega að með tilkomu þyrlunnar LÍF hefðu fjárveitingar ekki hækkað um það sem næmi rekstrarkostnaði hins nýja og glæsilega björgunartækis. Tilkoma hinnar stórkostlegu þyrlu hefði því miður orðið til að veikja önnur svið gæslunnar. Á fjárlögum væri gert ráð fyrir 1.151 milljónum til LHG, sú upphæð þyrfti að hækka um fimmtung svo gæslan gæti sinnt sómasamlega þeim verkefnum sem henni væri ætlað.
Miklar umræður áttu sér stað á þessum ágæta fundi um málefni Landhelgisgæslunnar. Fundarmenn voru á einu máli um að ráðamenn yrðu að taka höndum saman um að tryggja öfluga Landhelgisgæslu.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS, sagði stjórn Landssambands smábátaeigenda hafa rætt ítarlega um málefni LHG. Niðurstaða þeirra umræðna hefði verið að skora á stjórnvöld að beita sér nú þegar fyrir kaupum á annarri þyrlu sem væri sambærileg og LÍF. Mundi nauðsyn þess vera meiri heldur en bygging nýs varðskips. Örn skoraði á aðra hagsmunaaðila í sjávarútvegi að taka undir samþykkt stjórnar LS.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is