Að sögn Þorvaldar Gunnlaugssonar formanns Smábátafélags Reykjavíkur minnist hann þess varla að fiskverð hafi verið jafn dapurt og um þessar mundir. Í sl. viku var meðalverðið á ýsunni 77 krónur, en hún er megin uppistaða þess afla sem nú fæst á línuna hjá bátum sem gera út frá Reykjavík. Þorskur er eins og venja er á þessum tíma í algjöru lágmarki. Við getum varla vænst þess að hann vitji okkar fyrr en eftir áramót. Auk ýsunnar er lýsa einnig í afla línubátanna. Undanfarin ár hefur lýsan verið að seljast á 45 – 50 krónur en nú hefur verðið verið á milli 10 og 12 krónur. Það er því dauft hljóð í körlunum sem gera út frá Reykjavík og hafa a.m.k. þrjár útgerðir flutt sig norður í land. Einn rær frá Drangsnesi, annar frá Sauðárkróki og sá þriðji er nú á Siglufirði. Þetta gera þeir til að ná í eitthvað af þorski og þá er ýsan sem veiðist fyrir norðan stærri en hér í flóanum og því verðmeiri.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is