Útflutningsverð ferskra ýsuflaka lækkað um 40% á tveimur árum.

Það vakti athygli hér á heimasíðunni í gær hve ýsuverðið er lágt. Þegar gruflað er í útflutningstölur Hagstofunnar frá janúar 2001 til október sl. kemur í ljós að verð á ferskum ýsuflökum hefur ekki verið lægra en það var nú í október. Verðið var þann mánuðinn komið niður fyrir 500 krónur, 498 fob á hvert kg. Hæst fór verðið á þessu tímabili fyrir tveimur árum í nóvember og desember í 832 krónur verðlækkunin því 40%. Það er því ekki að undra þó erfiðleikar sæki að útgerð línubáta um þessar mundir, þar sem það er ekki einungis að aflaverðmæti hafi minnkað heldur hefur kostnaður við útgerðina aukist á tímabilinu.