Meinbugur á frumvarpi sjávarútvegsráðherra

Í frétt hér á smabatar.is í gær var greint frá viðbrögðum félagsmanna við frumvarpi sjávarútvegsráðherra um línuívilnun. Gengið var út frá því að mistök hafi valdið því að línuívilnun næði ekki til dagróðrabáta þar sem stokkað er upp í landi. Á næstu dögum skýrist það hvort svo er eða hvort það sé ætlunin að lögfesta línuívilnun á þennan hátt. Félagsmenn jafnt þeir sem beita í landi og þeir sem stokka upp hafa komið þeim skilaboðum til skrifstofu LS að ákvæðið sé að öllu leyti óaðgengilegt. Minnt er á að í allri umræðu um línuvilnun í aðdraganda kosninga var aldrei rætt um svo þrönga skilgreiningu. Ekki verður öðru trúað en hér sé um mistök að ræða þar sem slíkt skilyrði yrði eingöngu til þess að leggja stein í götu línuívilnunar.