Fiskuðu rúm 900 tonn á fyrstu 4 mánuðum fiskveiðiársins

Ekkert lát er á miklum afla Guðmundar Einarssonar ÍS og Hrólfs Einarssonar ÍS. Frá byrjun fiskveiðiárs til áramóta var afli Guðmundar Einarssonar kominn í 464 tonn í 89 sjóferðum og Hrólfur Einarssona fylgdi fast á eftir með 440 tonn í 88 róðrum. Meðalafli á dag var því rúm 5 tonn.
Október var þeim drýgstur, en þá fór samanlagður afli þeirra yfir 300 tonn, hver róður því að meðaltali yfir 6 tonn.
Mestur hluti þessa mikla afla var í þorski og ýsu. Þorskurinn var 524 tonn(58%) og ýsan 332 tonn (37%), annar afli var 48 tonn.