Ekkert lát er á miklum afla Guðmundar Einarssonar ÍS og Hrólfs Einarssonar ÍS. Frá byrjun fiskveiðiárs til áramóta var afli Guðmundar Einarssonar kominn í 464 tonn í 89 sjóferðum og Hrólfur Einarssona fylgdi fast á eftir með 440 tonn í 88 róðrum. Meðalafli á dag var því rúm 5 tonn.
Október var þeim drýgstur, en þá fór samanlagður afli þeirra yfir 300 tonn, hver róður því að meðaltali yfir 6 tonn.
Mestur hluti þessa mikla afla var í þorski og ýsu. Þorskurinn var 524 tonn(58%) og ýsan 332 tonn (37%), annar afli var 48 tonn.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is