Grásleppunefnd LS ( https://smabatar.is/wp-content/uploads/documents/sida/4.shtml ) fundaði í dag. Fyrir fundinum lá meðal annars að ræða viðmiðunarverð á grásleppuvertíðinni. Skoðanaskipti nefndarmanna báru merki þess hversu vandasamt viðfangsefnið var.
Fram kom að ástandið nú í byrjun vertíðar er að mörgu leyti líkt og við upphaf síðustu vertíðar. Birgðastaða er með lægra móti og mikill áhugi framleiðenda á viðskiptum við veiðimenn. Þá höfðu nefndarmenn einnig að leiðarljósi þau sjónarmið framleiðenda að afar erfitt hafi verið að ná fram hækkun á mörkuðum á sl. ári í kjölfar hækkandi hráefnisverðs.
Þegar á allt þetta var litið varð niðurstaða fundarins sú að lágmarksviðmiðunarverð á vertíðinni 2004 verði ekki lægra en á sl. vertíð.
Landssamband smábátaeigenda mun á næstu dögum gefa út
skilaverðsútreikning sem byggður verður á þessari niðurstöðu.
Landssamband smábátaeigenda og sjávarútvegsráðuneytið sameinast um tilmæli til grásleppuveiðimanna.”