Nýkjörin stjórn Félags smábátaeigenda á Akranesi hélt sinn fyrsta fund 19. febrúar sl. Fyrsta verk stjórnar var að skipta með sér verkum. Gísli S. Einarsson mun gegna formennsku, ritari Börkur Jónsson, gjaldkeri Rögnvaldur Einarsson og meðstjórnendur Gísli Geirsson og Guðmundur Elíasson.
Á fundinum voru grásleppumál mikið rædd. Stjórnarmenn lýstu undrun sinni yfir aðgerðarleysi Fiskistofu gagnvart ólöglegri löndun grásleppuhrogna löngu áður en vertíð hefst. Skýrt er kveðið á um í reglugerð að skylt er að sleppa allri lifandi grásleppu sem veidd er í þorskanet. Óskiljanlegt er að fiskveiðibrot af þessu tagi skuli heimiluð á sama tíma og Fiskistofa sviptir báta veiðileyfi og þar með áhöfnina atvinnu sinni ef landað er einum fiski rangt flokkuðum.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is