Á félagsfundi í Eldingu 7. mars sl. kynntu Guðmundur Halldórsson og Snorri Sturluson nýja beitu sem framleiðsla er að hefjast á, á Ísafirði. Komið var með sýnishorn af beitunni, sem lítur út eins og stórt Cheerios í tepoka. Í miðju beitunnar er gat, eins og á Cheeriosinu, og því auðvelt að beita henni frosinni, enda má hún helst ekki þiðna.
Framleiðendur beitunnar telja að hún verði samkeppnisfær við beitu sem fyrir er á markaðnum. Einkum vegna betri nýtingar hráefnis, og einnig að ýmsar afurðir sem ekki væri hægt að nýta í dag gætu nýst.
Framleiðsla beitunnar fer fram í 25° frosti og þiðnar því hráefnið aldrei.
Að sögn Snorra sem tekið hefur þátt í tilraunum með beituna hefur hún gefið misjafnan afla eftir blöndun, en allt upp í mjög góðan afla. Þá virðist áberandi að mun lægra hlutfall er af smáfiski á þær línur sem beitt er með hinni nýju beitu heldur en á línur sem beitt er með smokki, síld eða loðnu. Það er því ekki annað að sjá en á ferðinni sé nýjung sem lofar góðu fyrir línuveiðar.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is