Grásleppuveiðimenn á Ströndum eru ekki mjög hressir með upphaf grásleppuvertíðarinnar. Eftir að hafa lagt netin í einmuna blíðu 15. mars hefur vart gefið á sjó síðan. Þeir sem komist hafa til að vitja um segja allt fullt af fiski í netunum og þar af leiðandi lítið af þeirri gráu. Hún virðist því vera seinna á ferðinni en í fyrra, en þá byrjuðu Strandamenn ekki fyrr en 1. apríl. Í ljósi þess að þá var grásleppan komin á miðin og mikið veiddist í upphafi var ákveðið að færa byrjunartímann fram um 2 vikur. Auk þess að grásleppan virðist lítt komin á hrygningarslóðina er fast í þeim sem fást og því hefði 1. apríl þetta árið væntanlega verið rétti byrjunartíminn. Sú gráa er hins vegar þekkt fyrir að vera óútreiknanleg og á því er engin breyting nú.
Strandamenn binda þó vonir við að vertíðin verði viðunandi, en í fyrra var hún vel yfir meðallagi þar sem verkuð voru hrogn í 983 tunnur.
Strandamenn álykta”