Donna, Pjakkur og Svana fóru í róður á fyrsta degi.

Í gær 1. apríl máttu sóknardagabátar byrja að róa, en þeim er bannað að nýta sóknardaga frá 1. nóvember til 31. mars. Þrír sóknardagabátar renndu færum á þessum fyrsta degi, Donna KE sem rær frá Sandgerði og Pjakkur ÞH og Svana ÞH frá Þórshöfn. Aflinn var góður, Donna með 700 kg, Pjakkur með 2 tonn og Svana með eitt og hálft tonn. Guðjón Gamalíelsson á Pjakki ljómaði eftir róðurinn og sagði vonandi að þetta væri ávísun á hvað væri í vændum á þessu fiskveiðiári. Hann sagðist ætla að svara dagskerðingunni með því að róa stíft nú í vor þar sem reynslan sýndi að fiskverð væri þá nokkuð hærra en þegar liði á sumarið.
Að sögn Eðvalds Eðvaldssonar á Donnu KE var hann ánægður með aflann, ekki hægt að segja annað í fyrstu sjóferð eftir svo langa inniveru.
‘Þetta hefði getað verið betra því endirinn var nokkuð endasleppur. Það bilaði og þurfti ég að fá drátt í land. Nú, árið leggst þokkalega í mig þó ég telji að það verði ekki sömu veisluhöldin og metaflaárin þrjú 1999 – 2002. Það var farið að tregast í fyrra og þá eru meiri líkur á að þetta ár verði ekki betra’ sagði Eðvald Eðvaldsson skipstjóri og eigandi á Donnu KE.

Dragnótaveiðar voru til að nýta flatfiskinn. Lokunin á sunnaverðum Breiðafirði”