Banderas í botntrollin

Kvikmyndastjarnan Antonio Banderas hefur ákveðið að leggja umhverfissamtökunum Oceania lið í baráttu gegn botntrollsveiðum við Chile.

Innan skamms mun auglýsingum útvarpað í Chile þar sem Banderas heyrist segja: „Ég er Antonio Banderas, mig langar að úskýra fyrir ykkur að í Chile er beitt einhverri verstu aðferð við fiskveiðar – botntrolli. Þessi aðferð veiðir ekki bara fisk, hún fer um sjávarbotninn eins og plógur…“.

Ástæða þess að Banderas leggur þessari herferð lið er fyrst og fremst mikil aðdáun hans á hafinu, en sá sem bauð honum þátttökuna var Ted Danson, sem flestir kannast við úr sjóvarpsþáttunum Staupasteini. Danson er einn stjórnenda Oceania.

Banderas segir fleira í auglýsingunum: „Óskammfeilin notkun þessarar veiðiaðferðar er megin skýringin á hnignandi fiskstofnum og efnahagslegu skipbroti strandveiðisamfélaga sem byggja á strandveiðum. Oceania vinnur að því draga úr þessari veiðiaðferð og þannig draga úr óbætanlegu tjóni á umhverfinu í hafinu“.