Snæfell mælir með Sýni skoðunarstofu ehf

Snæfell – Félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi – hefur ákveðið að taka tilboði frá Sýni skoðunarstofu í skoðun á bátum hjá félagsmönnum. Eins og fram hefur komið voru 118 smábátaeigendur sem skrifuðu sig á lista þar sem stjórn Snæfells var gefið umboð til að óska tiboða.

Stjórn Snæfells hefur farið yfir þau 4 tilboð sem bárust og metur það svo að tilboð frá Sýni skoðunarstofu sé hagstæðast, einkum réði það ákvörðun stjórnarinnar að ekki er rukkað sérstaklega fyrir endurskoðanir, þær eru innifaldar í árgjaldinu. Stjórn Snæfells mun senda Sýni lista yfir nöfn þátttakenda og í framhaldi sendir Sýni uppkast af samningi til þeirra.
Samkvæmt tilboðinu verður árgjald fyrir skoðun báta, þar með talin hreinlætisskoðun:
Lengd báta 6 – 8 m kr. 0-0-25
“ 8 – 15 m kr. 0-0-30

Snæfell og Skalli funda”