Krókaaflamarksbátar góð veiði í mars í þorski og ýsu en samdráttur í steinbít

Nýliðinn mars var fengsæll í þorski og ýsu hjá krókaaflamarksbátum, en eitthvað lætur steinbíturinn minna á sér kræla. Alls fiskuðu þeir 7-1-3 tonn af þorski sem er þriðjungi meira en í mars í fyrra. Þá varð 137% aukning í ýsunni og skilaði mars 721 tonni. Steinbítsaflinn dróst hins vegar saman um 30% náði rétt rúmum þúsund tonnum en var 2-4-1 tonn í fyrra.
Þegar horft er til þess tíma sem liðinn er af fiskveiðiárinu varð 11% aukning í þorski, er kominn í 2-9-16 tonn, 21% í ýsu úr 4-1-7 tonnum í 1-6-8 tonn, en steinbíturinn hefur minnkað um 5,7% var aðeins kominn í 8-1-2 tonn á þessum fyrstu 7 mánuðum fiskveiðiársins.
Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnum bráðabirgðatölum Fiskistofu.

Krókur boðar til fundar”