Klettur – félag smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi sendi sjávarútvegsnefnd Alþingis umsögn um sóknardagafrumvarpið 30. apríl sl.
Umsögnin er eftirfarandi:
„Svæðisfélagið Klettur hefur á undanförnum tveimur árum bæði á félagsfundum og aðalfundum ályktað um málefni dagabáta, hafa allar þessar ályktanir verið á þá leið að tryggja bæri framtíð dagabátaútgerðar með því að setja gólf í dagana, þannig að dagar sem róa mætti til fiskjar á hverju fiskveiðiári yrðu aldrei færri en 23.
Svæðisfélagið Klettur styður því heilshugar framkomið frumvarp og telur að samþykkt þess muni treysta rekstrargrundvöll þessara báta.
Það er því skoðun Kletts að samþykkja beri þetta frumvarp óbreytt.“
Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur til að banna dragnótaveiðar á Skagafirði”