1. umræða á mánudaginn

Á dagskrá næsta þingfundar sem auglýstur hefur verið
nk. mánudag 17. maí er sóknardagafrumvarpið fyrsta mál á dagskrá. Þingfundur hefst kl 10:00 og eru smábátaeigendur sem og aðrir áhugamenn hvattir til að fylgjast með umræðunni.
Að lokinni 1. umræðu verður frumvarpinu vísað til sjávarútvegsnefndar.

Sæll Örn og Arthur,

Með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu smábáta hefur ráðherra boðið upp á varanlega og sanngjarna lausn dagabátum til handa. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að deila um 0-0-9 tonnum af þorski á þessa báta í samræmi við aflareynslu. Þetta er mun meira magn en þið félagarnir hafið talað um að væri raunhæfur möguleiki að fá á þessa báta. Mér er kunnugt um að þið hafið talið mönnum trú um að ef til kvótasetningar þessara báta kæmi yrði það á bilinu 2000 til 5000 tonn. Voruð þið með þessu að segja dagabátaeigendum vísvitandi ósatt eða ætluðið þið að verja dagakerfið sama hvað það kostaði? Hvernig sem á málið er litið er það m.a. ykkar starf að vinna að hagsmunum vinnuveitenda ykkar þ.m.t. dagabátaeigenda. Í þeirri vinnu felst að vinna að varanlegri lausn mála fyrir þennan hóp eftir þeirra hugmyndum. Því miður hafa vinnubrögð ykkar verið með eindæmum lúaleg í þessu máli. Það er ekki góð aðferðarfræði að láta aðra en dagabátaeigendur álykta um eigin málefni og reyna að valta yfir vilja þessarra manna með stuðningi aðildarfélaganna með samhljóða ályktunum oft þvert á vilja dagabátaeigendanna eins ótrúlega sem það hljóðar.

Með þessu fumvarpi sjávarútvegsráðherra er gert ráð fyrir því að um 80% af því magni sem þessi bátaflokkur hefur verið að veiða síðustu 3 ár verði skipt milli þessara báta. eftir margra ára óvissu um tilvist þessa kerfis er loks farið að birta til og ásættanleg niðurstaða er í sjónmáli. Ég vil skora á ykkur félaga að vinna umfram allt að hagsmunum okkar dagabátaeigenda og klára þetta mál með sóma.

Auðvitað ætlar LS að vinna hörðum höndum að því að tryggja dagakerfið í sessi og berjast fyrir 23 daga gólfi, annað væri tóm þvæla. Ég get ekki séð hvað sé svona sanngjarnt við þetta frumvarp annað en það að smábátaútgerð myndi leggjast af innan fárra ára, það er sannleikinn við þetta frumvarp. Berjumst fyrir gólfi á dagana og höldum þessum fáu smábátum sem eftir eru fyrir utan kvótakerfið. Smábátar verða að vera til til að byggð haldist í þessu landi. Ef kvóti verður valinn á þessa báta þá munu margir selja kvótan sem fá lítið og fækkunin í þessum flota verður ógurleg innan fárra ára, þetta eru bátarnir sem halda lífi í sjávarþorpunum allt í kringum landið yfir sumartíman þegar allir stóru bátarnir eru búnir með sinn kvóta. Það verður hrikalegt að horfa upp á þetta gerast. Við höfum horft uppá þessa svokölluðu vertíðarbáta hverfa einn af öðrum úr sjávarþorpunum svo það verður sama uppá teningnum með smábátana ef við ætlum að fara kvótaleiðina líka þar.
Reynum að horfa aðeins fram í tíman og hugsum um hver þróuninn verður á ca. 10 árum.
Festum Sóknadagana í sessi og hættum þessu rugli með að vera alltaf að blanda kvóta og dögum saman, setjum sanngjarnt gólf á dagana, og þá vita menn að hverju menn ganga, og ef mönnum mislíkar að vinna í dagakerfinu þá er ekkert annað fyrir þá menn að selja sig útúr dagakerfinu og kaupa sér kvótabát.

Sæll Hermann,
Þú veist kannski ekki að það eru mun fleiri bátar í krókaflamarkskerfinu heldur en dagakerfinu. Ég veit ekki betur en útgerð þeirra báta byggi á traustum grunni og ekki kannast ég við að framtíð þeirra sé dauðadæmt eins og þú ert að reka áróður fyrir. Ekki veit ég hvað fær þig til að halda því fram að dagabátarnir geti ekki spjarað sig betur í krókaaflamarkskerfinu frekar en þessu 19 daga aumingja kerfi. Ég er búin að vera í þessu vesalings dagakerfi frá 1997 og alltaf hefur ríkt óvissa um framtíð þessa kerfis. Ergo ég hef gefið LS 7 ár í þegjanda hljóði til að tryggja einhverja varanlega framtíð í þessu kerfi. En hingað og ekki skrefi lengra. Sláum þetta dagakerfi út af borðinu og festum framtíð þessara báta í sessi í aflakvótakerfi sem er það veiðikerfi sem almennt tíðkast hér. Fyrst LS hefur ekki manndóm til þess þá munu aðrir sjá um það.

Góðan dag

Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig það getur flokkast undir lúaleg vinnubrögð að vinna eftir samþykktum landsfundar LS.Á síðasta þingi var fundurinn sammála um að viðhalda kerfinu. Síðasti ræðumaður hefur svo sannarlega verið þeigandi félagi í LS,því ekki minnist ég þess að hann hafi nokkru sinni mætt á landsambandsþing undanfarin ár. Það má vel vera að fyrst LS hafi ekki manndóm í að koma þessum bátum inn í kvóta muni aðrir sjá um það. Hverjir? Kanski hafa einhverjir sem hafa unnið þetta bak við tjöldin. Að lokum vil ég taka fram að persónulega fer ég ágætlega út úr því ef sóknardagaflotinn fer í kvóta. Ég vil bara halda því til haga að forusta okkar var að vinna eftir okkar eigin samþykktum. Síðan geta menn verið mis ánægðir með samþykktirnar.

Þröstur Jóh

Sæll Þröstur,
Hvað sem síðasta landsambandsþing ályktaði þá fór LS hamförum í að safna ályktunum um 23 daga gólf í öllum aðildarfélögunum fyrir skömmu. Oft var ályktað þvert á vilja dagakarlana s.s. í Ólafsvík eins og frægt er orðið. Þá mann ég sérstaklega eftir fundi Kletts sem þú m.a. stjórnaðir þar sem ályktanir um 23 daga gólf voru laggðar fram af tilbúnar af LS og samþykktar án allrar umræðu og án þess að kanna hug dagabáta eigenda. Voru það ekki grásleppu og kvótakarlar sem ályktuðu þar í miklum meirihluta um 23 daga gólfið? Eins og þú mannst örugglega eftir laggði Örn Páls hjá LS mikla áherslu á að ef menn vildu kvóta væru einungis 2000 tonn í boði og stórhættulegt yrði að fara út í þá umræðu. Var það mat byggt á viðræðum við sjávarútvegsráðherra? Að hans mati var allt tal um 9000 tonn bara hreinir draumórar. Þetta er engu síður staðreynd. Þrátt fyrir að LS hafi verið í fjölda viðræðna við sjávarútvegsráðherra virðist sem þeir hafi verið víðsfjarri öllum raunhæfum lausnum á málefnum dagabáta svo uppteknir voru þeir með þessa 23 daga sína. Sannast þá máltakið best að oft leiðir blindur haltan.
farvel

Dagakerfið er ekki gert fyrir flesta heilbrigða menn að geta ekki stundað sína vinnu nema á einhverju flakki um allt land með tilheyrandi kostnaði og veiðandi einhverja titti til að veiða sem mest. Nú þetta snýst bara um að tonna sig og meðalverðið eftir því. Svo er það allt svindlið sem við vitum að á sér stað allraverst þykir mér með úthlutunin á kvótanum sem frumvarpið er að gera ráð fyrir er að þeir sem svindluðu á síðustu 2 árum fá heldur betur borgað fyrir athæfi. Og líka þeir sem halda áfram í dagakerfinu eru bara betur settir til að svindla áfram ef ekki meira. En það er þá búið að koma í veg fyrir það ef allir fara í kvóta. Það á bara að sitja alla í kvóta og loka þessu.Ég geri mig fullkomlega grein fyrir því að þetta er mikil skerðing fyrir okkur en við getum þá farið að gera út að skinsemi. HÆTTUM ÞESSU DAGARUGLI !

Ég er algerlega sammála því að kvótasetja okkur þessa dagakarla.
Þetta er eina vitið að mínu mati.
Það var hálf hjákátlegt að hlusta á Auðlindina í dag og heyra Formann Eldingar segja að með þessu frumvarpi væri verið að taka frá vestfirðingum 6000 tonn!!!
Hann er greinilega ekki mikið að spá í þá sem eyða heilu sumrunum fyrir vestan fjarri heimahöfn og fjölskyldu eða því að með kvótasetningu koma þessir bátar til með að landa sínum afla í heimahöfn sem er í flestum tilfellum á landsbyggðinni.
Ég er sammála Arnari lokum þessu dagakerfi.

Sæll Óttar!

Í lok bréfs þíns til Þrastar: „að oft leiðir blindur haltan.“ kom mér í
hug, HVER LEIÐIR ÞIG??
Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum verður helmingur sóknardagabáta
með veiðiheimildir undir 30 tonnum, dásamlegt ekki satt?
Hvernig vissir þú um vilja ráðherra í byrjun árs, löngu áður en hann var kunngerður LS? Ætlar þú að gera út í krókaaflamarki með 33 tonn í kvóta næstu árin?
Eða ætlar þú að selja og hætta útgerð?
Mín skoðun er sú að innan þryggja ára verði 90 % af dagabátaflotanum horfinn úr rekstri með þeim afleiðingum að störfum mun fækka í þeim byggðarlögum þar sem þessir bátar hafa verið gerðir út frá.
Verður þú, þegar búið verður að sameina og hagræða öllu til helvítis, maður til að segja: “Þessu koma ég til leiðar”.
Mig svíður það þegar þú talar illa um félagið okkar. Örugglega hafa
engin hagsmunasamtök náð viðlíka árangri fyrir félagsmenn sína og LS.
Í dagakerfinu tókst að fjölga dögum eða koma í veg fyrir fækkun, breyta
úr sólarhringum í klukkustundakerfi og sífellt að auka aflann. Félaginu
tókst að auka þína möguleika og gera útgerðina þína verðmeiri.
LS á þetta ekki skilið frá þér.
Þetta hefur sjálfsagt ekki skipt þig neinu máli!!
Nú, kýst þú að kljúfa samstöðuna og þá spilar sjávarútvegsráðherrann
með þig. Þú tapar áttum og meira að segja hvetur hann til að gera
algerlega út af við tæpan helming af öllum dagakörlum.
Þitt eiginhagsmunapot og félagslegur vanþroski kann að hafa kostað það
að ekki náðist viðunandi gólf.
Undirritaður vill taka það fram að hann hefur engra hagsmuna að gæta hvað dagabátana varðar, en er mikill áhugamaður um sjávarútveg og velferð landsbyggðarinnar.

Sæmundur Ólason
Grímsey

Sæll Óttar,

Ég þakka þér kærlega fyrir hvað þú hefur barist fyrir okkur dagakarlana, ekki gerir landssambandið það!
Að mínu mati sögðu þeir ósatt, það yrði aldrei hægt að ná í meira en 0-50-2 tonn. Þeir nota kvótakarla til að samþykkja dagana áfram og einhverja sem þeir hafa boðið í skemmtireisur á kosnað landssambandsins. Við vitum allir að dagakerfið er handónýtt, og alls ekki hæft til að stjórna fiskveiðum á ábyrgan hátt.
Það er hægt að fiska mikið magn á stuttum tíma en það er mjög dýrt og óhagkvæmt, best væri að fá að nota betri veiðarfæri til að ná þessu magni.

Óli Bjarni Ólason
Grímsey

Góðan og blessaðan daginn
OHH hvað það verður gaman að selja allt draslið þegar kvótinn verður kominn á og græða nokkrar millur en vera þess í stað búinn að fyrirgera atvinnuréttinum um aldur og ævi. Má ég svo spyrja hvernig í helv. geta menn gleypt það hrátt og brosað allan hringinn, að þeir fái 80% viðmiðun þegar viðmiðunartölurnar frá fiskistofu seigja allt annað. Ég fæ ekki betur séð en að þeir sem eru undir 50 tonna markinu séu að fá eitthvað í kring um 68%-70% af aflareynslu og hinir þá eithvað þaðan af minna.

Sæll Sæmundur Ólason,
Ég heyri að þú ert einn af þessum gæðingum sem vita hvað er dagamönnum fyrir bestu án þess að hafa neinna hagsmuna að gæta sjálfur eins og þú komst inná. Ef þú hefur kanski ekki áttað þig á, þá snýst allt heila málið einmitt um það.

Er það ekki kaldhæðni örlaganna að þeir aðilar sem mest hafa svindlað í dagakerfinu með því að bera að landi fisk sem þeir veiddu ekki sjálfir og með því eyðilagt dagakerfið skuli nú fá umbun erfiðis síns. Það er tæplega tilviljun að nú fyrst þegar fiskistofa er farin að fylgjast með þessum bátum á tölvuskjá og menn sem róa á sömu mið eru farnir að líta þessi burðardýr hornauga, að þeir grenji út eignakvóta. Ég dreg nú stórlega í efa að þeir geti veitt þennan kvóta sjálfir þó þeir hafi allt árið til þess.

það sem mér finnst standa uppúr nú í darraðadansinum kringum daga(kvóta)frumvarpið, er að maður fær það á tilfinninguna að það sé verið að eyðileggja dagakerfið fyrir öllum nema dagamönnum sjálfum , að mestu leyti. það eru ekki margir dagamenn, ef einhverjir, algjörlega á móti frumv. það liggur því mikið við að þeir sem mesta reynslu hafa í því að eiga við yfirvöld þegar svona hagsmunamál eru annars vegar, arthur og örn, taki nú til að vinna þá vinnu fyrir þá sem þess þurfa nú. það eru ábyggilega margir fletir sem þeir þekkja á svona málum sem nýtast munu næstu daga. ég trúi því allavega ekki að þeir setji ekki á sig vinnuvetlingana fyrir okkur nú, þótt að mál hafi ekki alveg farið eftir þeirra höfði í bili. kv oliv

Þykir mér nú leitt að heyra svona dollara kalla vera að tjá sig.
Eru GRIMSEYINGAR að gefast upp á þvi að landa línufiski sem handfærafiski og vilja nú verða löghlýðnir.
Ef kvóta setning er svona góð,afhverju völdu þið ekki kvóta í síðastavali?
Ég hef róið smábát frá Patreksfyrði síða 1996.
Það ár voru gerðir út 15 bátar á línu.
Ídag er ekki hægt að tala um einn einasta í útgérð.
Afhverju ætli það sé?,jú hin yndislega KVÓTASETNING.
Hvernig væri að skylda menn til að róa frá heima höfn.
Þá væru tvær flugur slegnar í einu höggi (aflinn færi ekki yfir áhveðin mörk og menn væru heima hjá konum og börnum.)
Hvernig er með þá sem hafa fjárfest nýlega í dagabátum sem jafnvel hafa litla sem enga veiðireynslu, á bara að segja SORRY GENGUR BARA BETUR NÆST.
Þeir bátar sem besta hafa reynsluna eru þeir sem dýrastir eru, afhverju seljið þið þá bara ekki og KAUPIÐ KVÓTA.
Þegar menn á borð við Óla Bjarna sem hafa sukkað í kerfinu vilja fleyta rjóman ofan af er mér nog boðið.
Væri ekki nær að stöðva þessa menn sem eru að ganga frá kerfinu með svindli og svínnaríi.
Ég vil nefna eitt dæmi,það var bátur gerður út frá Patró.Var næstum sokkin með 1800 kíló en sami bátur gat landað RÚMUM 4 tonnum í Grímsey.?

Með fyrirfam þökk.
einn reiður.

Óskar,
Mikið skelfilega er sorglegt að lesa þennan málfluttning þinn gegn einstaka mönnum og heilu byggðarlagi. Svonu leðjuslagur er engum sæmandi.

Það er greininlegt á skrifum þínum að þú hefur enn ekki haft fyrir því að lesa dagabátafrumvarpið. Þú ættir hins vegar að gera það frekar en standa í svona leðjukasti. Þér til upplýsingar þá er ákvæði í frumvarpinu sem veitir ráðherra sérstaka heimild til rétta hlut þeirr manna sem hafa farið í endurnýjun á bát á árinu. Af þessu má skilja að ekki sé ætlunin að skilja neinn úti í kuldanum.