Rétt í þessu var sóknardagafrumvarpið lögfest á Alþingi. Í textann hér á eftir hafa verið felldar þær breytingartillögur sem samþykktar voru í 3. umræðu. Lögin eru því eftirfarandi:
(Birt án ábyrgðar)
„1. gr.
Í stað orðsins „bolfiski“ í a-lið 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: botnfiski.
2. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Bátar sem leyfi hafa til handfæraveiða með dagatakmörkunum skv. 6. gr. laganna skulu stunda veiðar með krókaaflamarki skv. 6. gr. b frá upphafi fiskveiðiársins 5-20-2004. Skal úthluta hverjum báti sem varanlegar sóknarheimildir eru bundnar við 10. maí 2004 krókaaflahlutdeild í upphafi fiskveiðiársins 5-20-2004. Skal krókaaflahlutdeild hvers báts fundin með tilliti til aflareynslu bátsins á öðru hvoru fiskveiðiárinu 2-20-2001 eða 3-20-2002, að vali útgerðar, á eftirfarandi hátt:
1. Viðmiðunaraflareynsla í þorski er fundin sem hlutdeild af meðalafla sóknardagabáta fiskveiðiárin 1-20-2000, 2-20-2001 og 3-20-2002, miðað við óslægðan fisk. Hlutdeild bátsins í þorski reiknast sem afli bátsins annað hvort fiskveiðiárið 2-20-2001 eða 3-20-2002 sem hlutfall af heildaraflamagni allra sóknardagabátanna þannig fengið. Viðmiðunaraflareynsla í öðrum tegundum í krókaaflamarki er fundin sem afli bátsins annað hvort fiskveiðiárið 2-20-2001 eða 3-20-2002. Í engri tegund í krókaaflamarki skal viðmiðunaraflareynsla þó vera lægri en 100 kg miðað við óslægðan fisk.
2. Reiknigrunnur hvers báts til krókaaflahlutdeildar skal byggjast á viðmiðunaraflareynslu í þorski og ufsa þannig að til reiknigrunnsins teljast 91% af upp að 42,5 lesta viðmiðunaraflareynslu, miðað við óslægðan fisk, og 45% af því sem umfram er. Reiknigrunnurinn í þorski skal þó aldrei vera lægri en 15 lestir, miðað við óslægðan fisk. Fyrir aðrar tegundir í krókaaflamarki skal reiknigrunnurinn vera jafn aflareynslu. Taka skal tillit til áætlaðrar aflaaukningar, allt að 20 lestum í þorski á hvern bát, miðað við óslægðan fisk, vegna aukningar afkastagetu sóknardagabáta vegna endurnýjunar þeirra á fiskveiðiárinu 3-20-2002 eða á fiskveiðiárinu 4-20-2003 fram til 28. maí 2004, enda hafi sóknargetan ekki nýst til myndunar aflareynslu samkvæmt nánari reglum er ráðherra setur.
3. Krókaaflahlutdeild hvers báts er síðan reiknuð út frá reiknigrunni hans sem hlutfall af úthlutuðu aflamarki fiskveiðiársins 4-20-2003. Hafi varanlegar sóknarheimildir á báti breyst þannig að sóknardagar eru fleiri eða færri á bátnum 10. maí 2004 en voru á bátnum á því ári sem lagt er til grundvallar við útreikning á aflareynslu hans, að teknu tilliti til skerðingar sóknardaga milli ára, skal krókaaflahlutdeild bátsins hækkuð eða lækkuð hlutfallslega miðað við breytingu á sóknardagafjölda. Með sama hætti skerðist hlutfallslega krókaaflahlutdeild báts sem úthlutað er aflahlutdeild miðað við 15 lesta reiknigrunnslágmark í hlutfalli við fækkun sóknardaga frá 1. september 2001 til 10. maí 2004. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis og hvernig skuli fara með aflareynslu þegar eigin bátur hefur verið endurnýjaður. Þegar úthlutað hefur verið króka aflahlutdeild samkvæmt þessu ákvæði skal aflahlutdeild og krókaaflahlutdeild annarra skipa endurreiknuð með tilliti til þeirra breytinga sem af þessari úthlutun leiðir.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. og ákvæði 6. gr. laganna skal gefa bátum, sem endurnýjaðir hafa verið á fiskveiðiárinu 3-20-2002, kost á að stunda veiðar með 18 sóknardögum á fiskveiðiárinu 5-20-2004 og síðan skal þeim bátum úthlutað krókaaflahlutdeild í upphafi fiskveiðiársins 6-20-2005 samkvæmt reglum 1. mgr. Bátar sem endurnýjaðir hafa verið frá upphafi fiskveiðiársins 4-20-2003 en fyrir 26. maí 2004 eiga kost á 18 sóknardögum fiskveiðiárin 5-20-2004 og 6-20-2005 hvort ár og síðan skal þeim bátum úthlutað krókaaflahlutdeild í upphafi fiskveiðiársins 7-20-2006 samkvæmt reglum 1. mgr. Um nýtingu sóknardaga gilda að öðru leyti ákvæði 6. gr. laganna.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi en koma til framkvæmda 1. september 2004.“
Frumvarpið var samþykkt: 25 atkvæði gegn 4, 17 greiddu ekki atkvæði.
„Allir eru að gera það gott nema ég””