Það er vægt til orða tekið að það valdi vonbrigðum að í nýjustu skýrslu sinni, Nytjastofnar sjávar 4-20-2003 – Aflahorfur 5-20-2004, leggur Hafrannsóknastofnun til að dregið verði úr þorskveiði á komandi fiskveiðiári. Í fyrra lagði stofnunin til 209 þúsund tonn, en nú 205 þúsund tonn.
Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun þann 6. apríl sl vakti það óneitanlega væntingar hjá mönnum að samkvæmt togararallinu 1. – 21. mars sl hafði stofnvísitala þorsks hækkað um heil 25%. Þó tekið væri fram að um fyrstu niðurstöður væri að ræða og að óvissan í mælingu væri meiri en áður sökum þess að góður afli fékkst þar sem stöðvarnetið er gisið og á jaðri útbreiðslusvæðis, breytti það ekki því að menn töldu víst að einhver aukning væri framundan.
Af öðrum tegundum er mun betra að frétta. Þannig leggur Hafró til að ýsuafli verði aukinn verulega, tillagan var 75 þúsund tonn í fyrra en er nú 90 þúsund tonn. Hvað ufsann varðar leggur stofnunin til að veidd verði 70 þúsund tonn, en tillagan var 50 þúsund á síðasta ári.
Að mati Hafró þarf og að draga úr steinbítsveiðinni, en tillagan fyrir komandi ár er 13 þúsund tonn en var 15 þúsund í fyrra.
Sjávarútvegsráðherra á eftir að taka ákvörðun um hvort hann fer í einu og öllu eftir þessum tillögum. Sé hins vegar tekið mið af síðasta ári er vart við öðru að búast því þá fór hann í einu og öllu eftir tillögum Hafró varðandi þorskinn, ýsuna og ufsann, en bætti við 1 þúsund tonnum í steinbít.
Hér eru tillögur Hafró fyrir fiskveiðiárið 5-20-2004 í nokkrum tegundum:
Þorskur: 0-0-205 (var í fyrra 0-0-209)
Ýsa: 0-0-90 (—— 0-0-75)
Ufsi: 0-0-70 (—– 0-0-50)
Steinbítur: 0-0-13 (—– 0-0-15)
Gullkarfi: 0-0-35 (—– 0-0-35)
Langa: 0-0-4 (—— 0-0-3)
Keila: 0-5-3 (—— 0-5-3)
Skötuselur: 0-5-1 (—— 0-5-1)
Skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar má nálgast í heilu lagi á heimasíðu stofnunarinnar, www.hafro.is.
Helstu skýringar varðandi þorskinn eru þær að meðalþyngd fari lækkandi og svo virðist sem hann hafi minna æti en oft áður. Þannig fannst td minna af loðnu í þorskinum í rallinu og magafyllin minni en áður.
Svo virðist sem breytingar á umhverfisþáttum í hafinu séu farnar að segja til sín svo um munar. Þannig er td lagt til að sumarveiðar á loðnu verði ekki stundaðar. Á hinn bóginn er útbreiðsla tegunda eins og skötusels og löngu mun meiri en áður. Þrátt fyrir það er ekki að finna tillögu um aukningu í afla skötusels.
Haga grásleppan og rauðmaginn sér sem tveir ólíkir stofnar?”