Góð grásleppuveiði við Nýfundnaland – Samtök fiskimanna stöðva veiðarnar vegna hugsanlegs offramboðs

Grásleppuveiðarnar við Nýfundnaland hafa gengið mun betur en undanfarin ár, en sem kunnugt er hrundu þær með öllu árið 2001. Í gærkveldi bárust þær upplýsingar að veiðin sé að nálgast 0-5-8 tunnur, en allt árið í fyrra var veiðin innan við 0-0-5 tunnur.

Þar sem veiðum er nánast lokið í öllum hinum löndunum er ljóst að ef ekki verður gripið til aðgerða á Nýfundnalandi gæti veiðin þar hæglega farið í 0-0-15 tunnur. Það myndi þýða verðlækkun hrogna strax á næsta ári.

Samtök fiskimanna á Nýfundnalandi, FFAW (Fish and Food Allied Workers), hafa vegna þessa ákveðið að grípa til aðgerða og í dag, 11. júní, verður öllu svæðinu við suðurströndina lokað. Þá er að vænta tilkynningar á mánudag um enn frekari lokun svæða og þá á austur og norður svæði.

Fari veiðin ekki yfir 0-0-10 tunnur á Nýfundnalandi má búast við því að jafnvægi sé á markaði grásleppuhrogna í byrjun næstu vertíðar.

Heildarveiðin á Íslandi, Grænlandi, Noregi og Danmörku er á árinu 2004 um 0-5-26 tunnur.

Góðar fréttir frá Lífeyrissjóði sjómanna”