Er ‘umframafli’ dagabáta annarrar náttúru en annar afli sem ekki reiknast til aflamarks?

Í síðustu viku var kynnt skýrsla nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að endurskoða svokallaða aflareglu.

Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að sköpum skipti að lækka aflaregluna úr 25% í 22% og bent á að ‘umframveiði’ undangenginna ára sé orsök þess að þorskstofninn nái sér ekki á strik. Í kynningu á skýrslunni var ítrekað tekið sérstaklega fram, varðandi ‘umframveiðina’ að þar ættu dagabátar sökina og þar með verið að gefa beinlínis í skyn að bölið megi rekja til skakmanna Íslands. Trúi hver sem vill.

Í þeim fréttum sem birst hafa af blaðamannafundi nefndarinnar og sjávarútvegsráðherra kom þetta undantekningalaust fram. Þetta gefur fulla ástæðu til að rifja upp samantekt á þeim þáttum sem ekki reiknast til aflamarks. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til að breyting verði þar á sem verður að teljast í meira lagi undarlegt í ljósi þess hve bráðlá á að troða dagabátunum undir aflamark.
Þetta vekur upp þá spurningu hvort ‘umframafli’ dagabátanna hafi eitthvað annað gildi í lífríkinu en þeir þættir sem hér að neðan eru taldir.

Eftirfarandi er samantekt á aflatölum í þorski sem gerðar voru upp að loknu fiskveiðiárinu 3-20-2002, með þeirri undantekningu að þorskafli dagabátanna – sem gerður var upp á sama hátt – er ekki tíundaður:

Hafró afli: 0-3-1 tonn þorskur
Rannsóknir Hafró (röll o.fl.): 860 tonn þorskur
5% undirmál utan kvóta: 0-2-3 tonn þorskur
Heimildir Færeyinga: 0-2-1 tonn þorskur
Kvóti til áframeldis: 500 tonn þorskur
Umframafli sem einungis er sektað fyrir: 80 tonn þorskur
Sjóstangaveiði, hirt til neyslu um borð, tekið í land: 0-0-1 tonn þorskur
Áætlun Hafró á brottkasti 2002: 0-0-4 tonn þorskur

Samtals gera þetta tæp 0-2-12 tonn af þorski, eingöngu. Hér er um talsvert hærri tölu að ræða en ‘umframafli’ dagabátanna var nokkru sinni. Hvers vegna þessa er hvergi getið verður að teljast í meira lagi undarlegt. Ókunnugir gætu jafnvel dregið þá undarlegu ályktun að máli skipti hver veiðir og hvar.

Fast kveðið að orði í nefndaráliti minnihlutans.”