Grásleppuvertíð lokið á Nýfundnalandi – landburður í lok hennar

Eins og getið var um hér á vefnum fyrir stuttu, gripu samtök fiskimanna á Nýfundnalandi til þess ráðs að stöðva grásleppuveiðarnar á öllum helstu veiðsvæðunum, þegar sýnt þótti að heildarveiðin í Atlantshafinu var að fara fram úr æskilegum mörkum.

Ævintýralegur mokstur

Frá því að fiskimannasamtökin ákváðu að fara fram á þetta við stjórnvöld og þar til búið var að loka öllum svæðunum utan tveggja minniháttar ‘frímerkja’ liðu aðeins 3 – 4 sólarhringar. Slíkur landburður var af sleppunni að veiðin fór á þessum stutta tíma úr 0-5-8 tunnum í 11 – 0-5-11 tunnur. Mörg dæmi voru um að einn maður með örfá net kom með 8 tunnur eftir daginn.

Ein aflasælasta vertíðin

Ljóst er að þessi vertíð er einhver sú aflasælasta í sögu grásleppuveiðanna í heildina litið, þó gangur þeirra hafi verið ærið misjafn eftir löndum og landshlutum.
Talningu er ekki lokið á Íslandi, en sé miðað við þær tölur sem áætlað er útfrá má gera ráð fyrir að heildarveiðin sé um 38 – 0-0-39 tunnur. Hvergi hefur þess orðið vart að verð sé farið að lækka og í Noregi hefur orðið verðhækkun. Þá sagði heimildamaður á Nýfundnalandi að ‘verðið ríghéldi’.

Lág birgðastaða í upphafi vertíðarinnar hlýtur að vera meginskýringin hér á, því ekkert lát virðist heldur á eftirspurn.