Í gær fór fjöldi heimsókna á vefsíðu LS yfir 100 þúsund, en hún var opnuð þann 7. maí 2003. Aðsókn að síðunni hefur aukist jafnt og þétt. Meðaltalsfjöldi heimsókna frá byrjun er rúmlega 240 á dag, en síðustu 7 vikurnar, frá eins árs afmælinu, hefur meðaltalið verið 530 heimsóknir á dag, eða tæplega 26 þúsund frá 7. maí s.l.
Alls hafa verið settar inn 241 frétt á síðuna og 104 sinnum hafa lesendur sent inn svar. Á skrifstofu LS verðum við mjög vör við að félagsmenn eru í auknum mæli að gera síðuna að föstum viðkomustað á ‘vefrúntinum’ og þetta á einnig við marga utan þeirra raða.
Um tíma leit út fyrir að loka þyrfti hinu opna aðgengi sem lesendur hafa að síðunni, vegna vírusárása sem gerðar voru á vefsvæðið. Þjóunstuaðila síðunnar tókst að hreinsa það út og vonandi verður hægt að halda þessu formi óbreyttu.
Alls kyns hugmyndir eru í athugun um aukna þjónustu við félagsmenn í gegn um vefsíðuna og hugsanlega líta einhverjar þær dagsins ljós innan skamms.