Í dag sendir Fiskistofa eigendum sóknardagabáta bréf sem inniheldur upplýsingar um væntalegt krókaaflamark. Alls eru það 291 útgerðir sem bréfið er sent til. Krókaaflamarksbátum fjölgar því um 1-8-2. september nk., en 43 útgerðum er veittur aðlögunartími að kerfinu í eitt eða tvö ár með því að vera áfram í sóknardagakerfinu með 18 daga hvort ár.
Þegar tekið er mið af þorskveiðiheimildum þessa fiskveiðiárs koma 0-8-9 tonn til úthlutunar og því verður meðaltalið 33,4 tonn á hvern bát.
Í bréfinu er útgerðarmönnum veittur frestur til 10. júli nk. að velja um hvort fiskveiðiáranna skuli haft til viðmiðunar fyrir krókaaflamarkið og gera athugasemdir við aflatölur.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is