Krókaaflamark – enn eftir að veiða 11 þúsund tonn af þorski

Þegar tæpir 2 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu eru 11 þúsund tonn eftir af úthlutuðum veiðiheimildum í þorski hjá krókaaflamarksbátum. Búið er að veiða 26-5-2 tonn (71%) en á sama tíma í fyrra var samanlagður þorskafli krókaaflamarksbáta og sóknardagabáta orðinn 28-2-6 tonn.
Í ýsu er fimmtungur veiðiheimilda enn ónýttur, aflinn kominn í 11-8-2 tonn, rúm 3 þúsund tonn eftir.
Ufsinn er langt frá því að vera fullnýttur. Búið að veiða 1-2-3 tonn af 5-9-4 tonnum sem heimilt er að veiða.
Steinbítur, þar er aflinn kominn í 3-7-7 tonn, sem er rúmum 400 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Alls eru veiðiheimildir í steinbít 6-0-4 tonn og því eru enn 2-3-8 tonn óveidd.

Heimild: www.fiskistofa.is