Veiðigjald – ýsan aðeins 68% af verði þorsks, lækkar um 28% milli fiskveiðiára

Í dag kom út 2. tbl. af Djúpinu sem sjávarútvegsráðuneytið gefur út. Þar er að finna upplýsingar um væntanlegt veiðigjald. http://sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/nr/834
Gert er ráð fyrir að veiðigjaldið skili ríkissjóði 935 milljónum á fiskveiðiárinu 5-20-2004. Á móti veiðigjaldi fellur niður gjald í Þróunarsjóð sjávarútvegsins sem var áætlað 742 milljónir og veiðieftirlitsgjald sem greitt var til Fiskistofu en þar var gert ráð fyrir að mundi innheimtast 335 milljónir.
Í Stjórnartíðindum frá 15. júlí kemur fram að á fiskveiðiárinu 5-20-2004 skuli eigendur skipa greiða kr. 1,99 fyrir hvert þorskígildiskílóagramm úthlutaðra veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda.
Þá koma fram þorskígildisstuðlar fyrir allar hugsanlegar tegundir, alls 52 auk grásleppuhrogna. Þar má nefna að ýsan verður 0,68, ufsinn 0,36, steinbítur 0,62, karfi 0,47, langa 0,56, keila 0,39, skötuselur 1,59, skarkoli 1,13, rauðmagi 0,25, grásleppa 0,47, grásleppuhrogn 2,84 og ekki má gleyma broddabak sem er 0,14, svo eitthvað sé nefnt.
Athygli vekur að grásleppuhrogn eru nefnd sérstaklega en ekki minnst á hrogn annarra tegunda svo sem loðnu og þorsks.