Gúmmíbjörgunarbátar í öll fiskiskip minni en 12 m

5. júlí sl. breytti samgönguráðuneytið reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa. Frá og með 1. október nk. skulu öll fiskiskip, sem eru styttri en 12 m búin gúmmíbjörgunarbáti sem rúmar a.m.k. alla skipverja.
Með þessari breytingu er sumarhaffærisbátum (1. apríl – 30. september) undir 8 metrum sem hafa veiðileyfi í atvinnuskyni ekki lengur heimilt að vera án gúmmíbjörgunarbáts.
LS hefur ekki lagst gegn þessari breytingu en bent á að margir þessara báta hafa mjög litlar veiðiheimildir, sem vart nægja fyrir kostnaði við að nýta þær.

Guðmundur Einarsson bætir eigið heimsmet”