Þorskfisknet – 9 tomman leyfð til áramóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um þorskfisknet. Í henni er framlengdur sá tími sem má nota 9 tommuna. Í stað 8. ágúst sl. kemur 1. janúar 2005 og í stað þess að hámarksmöskvastærð verði 8 tommur frá og með 1. september nk. kemur 1. janúar 2005. Óheimilt verður því að nota til þorskveiða stærri möskva en 8 tommur frá 1. janúar 2005.

Hægt er að nálgast reglugerðina í heild á slóðinni:
http://sjavarutvegsraduneyti.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/Forsidureglugerdir/nr/845

Öryggisvika sjómanna – 24. september – 1. október”