Í dag 20. ágúst birtist í Fiskifréttum grein eftir Örn Pálsson sem ber heitið
„Meðafli við kolmunnaveiðar: Ekki 0, e-ð % heldur 9,3%“
Greinin er eftirfarandi:
„Undirrituðum er það ljóst að kolmunnaveiðar verða ekki stundaðar öðruvísi en þeim fylgi meðafli. Ekki ætla ég annað en skipstjórnarmenn reyni eftir fremsta megni að forðast veiðar á öðrum tegundum. Það er ekki vegna þess að útgerðir þurfi að útvega kvóta á móti veiddum meðafla því Fiskistofa hefur enn í dag ekki beitt þeim viðurlögum eins og gildir við annan veiðiskap, að uppsjávarveiðum undanskildum. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar sú að menn vilja ganga eins vel um auðlindina og kostur er, þeir eru á kolmunnaveiðum og reyna því að forðast annan afla og hins vegar að ef meðafli er mikill þá er viðkomandi veiðisvæði lokað. Lokun minnkar arðinn af veiðunum og geta leitt til tímabundinnar stöðvunar veiðanna. Í dag er t.d. ágætt kolmunnasvæði lokað fyrir S-Austurlandi vegna of mikils meðafla sem varð til þess að útgerðir skipanna settu þau í önnur verkefni.
Meðafli í öðru ljósi
Í síðasta tölublaði Fiskifrétta, var frétt sem fangaði athygli mína. „Kolmunnaveiðar: Meðafli þorsks 0-1-1 tonn – tíföld aukning hlutfallslega miðað við allt árið í fyrra.“ Þetta telur undirritaður vera stórfrétt sem svo sannarlegar hefði verðskuldað umfjöllun annarra fjölmiðla. Þeir hafa hins vegar einbeitt sér að deilunni um síldveiðar á Svalbarðasvæðinu og því umfjöllun um meðafla við kolmunnaveiðar orðið lítil sem engin.
Ég tel að lesendur Fiskifrétta eigi rétt á að sjá umfjöllun um meðafla við uppsjávarveiðar í öðru ljósi en greint er frá í síðasta tölublaði Fiskifrétta. Til að forðast allan misskilning skal það skýrt tekið fram að undirritaður er ekki andvígur kolmunnaveiðum heldur er hér verið að benda á nauðsyn þess að aðgerða er þörf svo aukinn meðafli við veiðarnar geri ekki útaf við veiðarnar.
Tveir þriðju hluti verðmæta breytast í 5%
Í frétt blaðsins kemur fram að nú sé búið að veiða 300 þús. tonn af kolmunna. Samkvæmt þorskígildastuðlatöflu sjávarútvegsráðuneytisins eru það 0-0-15 þorskígildi. Í fréttinni er tilgreint að hæsta gildi í ufsa í einum kolmunnafarmi í sumar hafi mælst 3,5% eða 45 tonn, ekki kemur fram hvort þorskur hafi verið í þessum farmi. Kolmunnaafli þessa skips hefur því verið rúm 0-2-1 tonn eða 62 þorskígildi. Mér er spurn: Hvað er um að vera?“ Aflinn kolmunni – 62 þorskígildi, ufsi – 14 þorskígildi. Ufsinn sem veiddur var en fór í gúanó var því tæpur fjórðungur af verðmæti veiðiferðarinnar hefði honum verið landað sérstaklega.
Lítum á hitt dæmið sem tilgreint er. Þar reyndist 3,2% kolmunnaaflans vera þorskur eða alls 22 tonn. Kolmunnaafli þessa skips hefur því verið 665 tonn sem svarar til 33 þorskígilda. Hafi einhver orðið undrandi yfir ufsanum verður hann kjaftstopp þegar hann sér að dæmi eru um við veiðar á kolmunna hafi tveir þriðju hlutar af því verðmæti sem kom í lestar skipsins breyst í 5% af því verðmæti sem úr sjónum var tekið. M.ö.o. veiðiferðin sem skilaði 665 tonnum af „kolmunna“ eða 33 þorskígildum jafngilti rúmum 50 þorskígildum hefði þorskinum verið haldið aðgreindum.
Hlutfall af þorskígildum en ekki afla
Þriðja dæmið sem hér er greint frá byggist á niðurstöðum mælinga sem fram kemur í fréttinni. Að hlutfall ufsa í afla kolmunnaskipa í sumar hafi verið 0,54% og þorskur 0,35%. Á sama hátt og gert var hér að framan, eru hér á ferðinni mun hærri prósentutölur, því auðvitað er ekki rétt að stilla þessu upp sem hlutfalli af aflanum heldur sem þorskígildum – verðmætum. 0-6-1 tonn af ufsa og 0-0-1 tonn af þorski, samanlagt eru þetta tæp 0-4-1 þorskígildi. Ígildaprósentan er því 9,3%. Meðafli kolmunnaskipa í verðmætum talið upp úr sjó er því 9,3% en ekki 0, e-ð %.
Af framanrituðu er ljóst að fórnarkostnaður við kolmunnaveiðar er gríðarlegur. Verðmæti fyrir hundruðir milljóna eru hökkuð niður í gúanóverð. Í nýútkomnum Hagtíðindum – sjávarútvegur, riti Hagstofu Íslands kemur fram að meðalverð á þorski upp úr sjó var á sl. ári 126 kr/kg og fyrir ufsann fengust 48 kr/kg. Framangreindur afli hefði þannig gefið 214 milljónir í aflaverðmæti, en vegna þess að hann var veiddur við kolmunnaveiðar gaf hann aðeins 18,7 milljónir.
Fyrirspurn til ráðherra
Að lokum skal enn vitnað til Fiskifrétta um málið. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur á Hafró er inntur eftir því hvað væri til ráða til að koma í veg fyrir meðafla við veiðarnar. Hann sagði „engan vafa leika á því að besta leiðin til að koma í veg fyrir meðafla væri að skilja fiskinn strax frá i flottrollinu. Norðmenn hefðu gert tilraunir með slíka skilju sem lofuðu góðu.“
Í framhaldi af þessum skrifum beini ég þeirri spurningu til sjávarútvegsráðherra: Er fyrirhugað að breyta reglum sem gilda um veiðar á kolmunna þannig að meðafli við veiðarnar skili sér til hámarksverðmæta? Einnig hvort hann telji rétt að samræma beri reglur um meðafla við botnfiskveiðar við það sem gildir um kolmunnaveiðar.
Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.“
Meirihluti sjávarútvegsnefndar leggur fram breytingartillögur við sóknardagafrumvarpinu”