Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur – Þorvaldur endurkjörinn formaður

Smábátafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn sl. mánudag. Fjölmenni var á fundinum og ríkti góður andi. Meðal tillagna sem samþykktar voru og beint er til aðalfundar LS er að óska eftir að krókaaflamarksbátum verði heimilaðar netaveiðar.
Fram kom á fundinum að heildargrásleppuveiðin í heiminum hefði farið nokkuð fram úr því sem gert hafði verið ráð fyrir. Af þeim sökum má búast við að markaður fyrir hrogn af næstu vertíð verði nokkru minni en var í byrjun vertíðar á þessu ári.
Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur var öll endurkjörinn, en hana skipa eftirtaldir:
Þorvaldur Gunnlaugsson formaður
Guðmundur Jónsson
Jón F. Magnússon gjaldkeri
Jón Trausti Jónsson
Páll Kristjánsson ritari