Aðalfundur í Fonti – Marinó Jónsson endurkjörinn formaður

Aðalfundur Fonts var haldinn á Þórshöfn sl. miðvikudag. Að venju voru grásleppumál fyrirferðarmikil í umræðunni, enda á enginn annar landshluti jafnmikið undir því að þau mál séu í góðu horfi.Thorshofn.jpg Á sl. vertíð var heildarveiði á félagssvæði Fonts, þ.e. Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði, 2-3-3 tunnur sem svarar til 29% af heildarveiðinni. Vegna of mikils framboðs af grásleppuhrognum á sl. vertíð samþykkti fundurinn að mælast til þess að veiðitími á næstu vertíð verði styttur um allt að þriðjung (30 daga) krefjist markaðsaðstæður þess. Thorshbatur.jpg
Á fundinum var einnig rætt um línuívilnun, þar sem eftirfarandi var samþykkt: Að staðið verði við gefin loforð varðandi línuívilnun, hún verði 20% í þorski, 50% í öðrum tegundum, skerði ekki kvóta annarra skipa og eigi við dagróðrabáta þar sem lína er beitt í landi eða stokkuð upp.
Einnig bar málefni aflamarksbáta á góma og fundarmenn á einu máli um að krefjast þess að veiðiheimildum til jöfnunar verði úthlutað varanlega.

Stjórn Fonts var öll endurkjörinn, en hana skipa:
Marinó Jónsson Bakkafirði formaður
Hörður Þorgeirsson Raufarhöfn gjaldkeri
Guðmundur Lúðvíksson Akureyri ritari
Stefán Björnsson Vopnafirði
Haraldur Sigurðsson Núpskötlu