Aðalfundur Reykjaness – Gunnar Ari Harðarson endurkjörinn formaður

Suðurnesjamenn héldu aðalfund sinn 1. október sl. Fundurinn tókst í alla staði vel, var fjölsóttur og góð samstaða meðal félagsmanna.
Margar tillögur lágu fyrir fundinum. Félagsmenn eru andvígir því að leyfa netaveiðar á krókaaflamarksbátum. Ákveðið var að óska eftir að karfi, keila og langa teljist 20% sem meðafli í hverri veiðiferð án þess að teljast til kvóta. Einnig að allir krókaaflamarksbátar njóti línuívilnunar og færabátar fái 20% ívilnun í þorski. Varðandi grásleppuveiðar er farið fram á að þær hefjist 1. mars á svæði G.

Í stjórn Reykjaness eru eftirtaldir:
Gunnar A. Harðarson formaður
Halldór Ármannsson gjaldkeri
Sæmundur Þ. Einarsson ritari
Þorlákur Halldórsson meðstjórnandi
Einar S. Helgason meðstjórnandi.