Það var glymjandi aðalfundur hjá Króki sem haldinn var á Patreksfirði 1. október sl. Fjölmenni var á fundinum og tóku allir fundarmenn virkan þátt í umræðum. Margar ályktanir voru ræddar á fundinum og menn oft ekki á einu máli. Skoðanaskipti oft snörp með firnagóðum rökstuðningi.
Helsta efni tillagna sem samþykktar voru:
Að línuívilnun verði með þeim hætti sem síðasti aðalfundur samþykkti og hún nái til allra dagróðrabáta, án tillits með hvaða hætti línan er beitt.
Að efla krókaaflamarkskerfi í þeirri mynd sem það er nú.
Að stærðartakmarkanir á krókaaflamarksbátum verði rýmkaðar og heimilað verði að veiða í þau veiðarfæri sem menn telja hagkvæmust hverju sinni.
Að jöfnunarsjóðskvóti verði gerður varanlegur.
Að lokum samþykkti fundurinn að skora á sjávarútvegsráðherra að banna allar botnvörpuveiðar á hrygningarsvæðum steinbíts á tímabilinu frá 1. október til 1. febrúar og alfarið innan 12 mílna.
Stjórn Strandveiðifélagins Króks skipa eftirtaldir:
Formaður, Hörleifur Guðmundsson Patreksfirði
Varaformaður, Hafþór Jónsson Patreksfirði
Gjaldkeri, Friðþjófur Jóhannsson Barðaströnd
Meðstjórnendur, Tryggvi Ársælsson Tálknafirði og Sverrir Garðarsson Bíldudal.