Aðalfundur Snæfells – formannsskipti – Símon Sturluson kjörinn formaður

Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, hélt aðalfund sinn í Grundarfirði sl. sunnudag 3. október.Snaefellnr1.jpg Á fundinum bar það hæst að Bergur Garðarsson lét af formennsku í félaginu en hann hefur verið formaður frá 1991, eða 13 ár. Bergur hefur einnig verið varaformaður Landssambands smábátaeigenda í mörg ár. Voru Bergi færðar bestu þakkir fyrir góð störf í þágu félagsins og í tilefni að því færð gjöf frá félaginu.Snaefellnr2.jpg
Nýr formaður Snæfells var kosinn Símon Sturluson frá Stykkishólmi. Í ávarpi hans til fundarmanna kom m.a. fram að Snæfell er stærsta svæðisfélagið innan LS með 161 bát á bakvið sig.
Á fundinum, sem var vel sóttur, voru samþykktar fjölda ályktanna til landsfundar LS. Meðal annars var ályktað um línuívilnun, grásleppumál og stærðarmörk smábáta. Einnig lýsti fundurinn áhyggjum sínum af miklum veiðum í flotvörpu og vill að þær verði rannsakaðar ítarlega með tilliti til seiðadráps. Fundurinn mótmælti vinnubrögðum við ákvarðanir á loðnukvóta og vill að loðnuveiðar verði bannaðar á Breiðafirði.

Nýja stjórn Snæfells skipa eftirtaldir:SnaefellLtilBergs.jpg
Símon Sturluson formaður
Bárður Guðmundsson
Gísli Ólafsson
Jóhann Kristinsson
Lúðvík Smárason

Á myndinni er Lúðvík Smárason að færa Bergi gjöf frá félaginu.