Ályktanir frá 20. aðalfundi LS – Grásleppuveiðar: Breyttar stækkunarreglur, engin rauðmaganet viku fyrir grásleppuvertíð, skarkoli og skötuselur leyfilegur meðafli og takmarkað framboð grásleppuhrogna

Breyttar stækkunarreglur

Landssamband smábátaeigenda ályktar að afnema beri stækkunarkerfi á grásleppuleyfum nema með sameiningu veiðileyfa.Grasleppa1.jpg
Stærð á bátum með grásleppuleyfum verði miðað við brt. í staðinn fyrir brl. og grásleppuleyfi verði ekki færð á báta stærri en 15 brt. Þó þannig að bátar sem hafa leyfi í dag fái að halda þeim.grasleppa3.jpg

Engin rauðmaganet viku fyrir grásleppuvertíð

Landssamband smábátaeigenda vill að hlé verði gert á veiðum með rauðmaganet vikuna fyrir upphafstíma grásleppuveiða.

Skarkoli og skötuselur leyfilegur meðafli

Landssamband smábátaeigenda leggur til að grásleppubátum verði leyft að landa skarkola og skötusel utan kvóta, sem meðafla.grasleppa4.jpg

Takmarkað framboð grásleppuhrogna

Landssamband smábátaeigenda leggur áherslu á að ná samkomulagi við aðrar grásleppuveiðiþjóðir um takmörkun á framboði grásleppuhrogna og ef það samkomulag næst er grásleppunefnd falið að leggja til fjölda veiðidaga og skal nefndin skila áliti fyrir 20. febrúar 2005. Þá skal einnig reyna að hamla innbyggða stækkun flotans og eftirlit með netafjölda verði eflt.
Ennfremur hvetur LS til að rannsóknir á hrognkelsum verði efldar.

Myndir eru frá fundi grásleppunefndar á aðalfundi