232 bátar hafa nýtt sér línuívilnun.

Það sem af er fiskveiðiári hafa 232 bátar nýtt sér línuívilnun. Aflanum hefur verið landað á alls 47 útgerðarstöðum. Með línuívilnun fæst uppbót á kvótann og hafa alls 4-3-1 tonn bæst við veiðiheimildir þessara báta eða 6 tonn á hvern þeirra. Skipting milli tegunda er þannig að 712 tonn er þorskur, 654 tonn ýsa og 18 tonn steinbítur.DoggSU4-2-07.jpg
Línuívilnun í þorski skiptist á fjögur tímabil og lauk því fyrsta 30. nóvember. Áætlaður afli á tímabilinu var 0-0-1 tonn og það sem kom til línuívilnunar var 685 tonn. Á 2. tímabili, sem lýkur 28. febrúar, er gert ráð fyrir 0-2-1 tonnum af þorski til línuívilnunar.

Heimild: Fiskistofa