Þann 29. desember sl. var ákveðið að Landssamband smábátaeigenda myndi standa að söfnun til styrktar strandveiðimönnum á þeim svæðum þar sem flóðbylgjan ógurlega skall á land í Asíu. Tugir þúsunda strandveiðimanna fórust og þúsunda er enn saknað. Tjón margra strandveiðisamfélaganna er ólýsanlegt og fjölmargir þeirra sem komust af standa uppi allslausir.
Frábær viðbrögð svæðisfélaga LS
Fram að þessu hefur söfnunin einungis farið fram innan félagsins og svæðisfélög LS beðin að styrkja málefnið. Það er skemmst frá að segja að viðbrögð svæðisfélaganna hafa verið frábær og ljóst að það markmið að safna 1 milljón króna í sjóðinn mun nást með viðbættu framlagi LS.
Þá var ritað bréf til aðildarfélaga Samtaka strandveiðimanna í N-Atlantshafi og brugðust þau strax vel við erindinu.
Alþjóðlegt átak Alþjóðasamtaka strandveiðimanna
Alþjóðasamtök strandveiðimanna hafa nú þegar fengið hjálparbeiðni frá aðildarfélögum á svæðinu. Ákveðið var, strax á öðrum degi hörmunganna, að Alþjóðasamtökin myndu standa að söfnunarátaki og skipuleggja verkefni í samvinnu við strandveiðimenn á svæðinu til uppbyggingar. Í þessu skyni hefur verið opnaður reikningur á Íslandi sem safnað verður inná – Styrktarsjóður strandveiðimanna.
Alþjóðasamtökin hafa og haft samband við fjölda stofnana og sjóða, bæði opinberra og í einkaeigu.
Þeir sem leggja vilja málefninu lið er bent á að hafa samband við skrifstofu LS, sími 552-79-2 eða með tölvupósti, ls@smabatar.is