Hafrannsóknastofnun sendi í dag frá sér fréttatilkynningu um tillögu um aflamark fyrir loðnuvertíðina 5-20-2004.
„Á tímabilinu 6. – 10. janúar 2005 var r/s Árni Friðriksson við loðnumælingar úti af Norðurlandi þar sem 9 loðnuskip sem tekið höfðu þátt í skipulagðri leit höfðu staðsett loðnugöngurnar milli 14°V og 19°15’V. Alls mældust þarna 2-2-1 þúsund tonn af kynþroska loðnu en leitarskipin höfðu ekkert fundið annars staðar. Að frátöldum 400 þúsund tonnum til hrygningar í lok vertíðar og náttúrulegum afföllum svarar mælingin til 895 þúsund tonna hámarksafla frá 9. janúar til vertíðarloka í mars 2005.
Þegar mælingunni lauk höfðu samtals veiðst 90 þúsund tonn af loðnu. Samanlagt svarar því mælingin og landaður afli frá vertíðarbyrjun í júní 2004 þar til mælingu lauk til 985 þúsund tonna hámarksafla á allri vertíðinni 5-20-2004.
Í samræmi við þetta hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til við sjávarútvegsráðuneytið að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 5-20-2004 verði ákveðinn 985 þúsund tonn.