Félagsmaður í Snæfelli hafði samband við skrifstofu LS í dag og var afar óhress með 3 vikna veiðibann í apríl ofan á allt annað. „Það er nú orðin spurning hvort maður geti gert út héðan mikið lengur, og það við eina af okkar mestu gullkistum, Breiðafjörðinn. Ráðherralokanir hér, verða komnar á þriðja mánuð þegar þriðjungur verður eftir af fiskveiðiárinu.“ Átti hann þá við reglugerðarlokunina frá 6. nóvember til 16. desember og áðurgreint veiðibann í apríl. „Ætli Hafró finni svo ekki e-ð fyrir hann í sumar, þannig að þetta verði fullkomnað“ sagði félagsmaðurinn gramur í bragði.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is