Hvað er að gerast í sjónum?

Stjórn Snæfells hefur sent heimasíðunni eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Stjórn Snæfells, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi hefur ákveðið að efna til opins fundar um sjávarútvegsmál. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík miðvikudaginn 26. janúar kl 20:00.

Á fundinum sem er öllum opinn verða flutt stutt erindi (10-15mín), að þeim loknum verða leyfðar fyrirspurnir til frummælenda úr sal.

Fundarstjóri verður Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar

Dagskrá:
Setning fundar: Símon Sturluson formaður Snæfells.

Erindi: Gísli Ólafsson varaformaður Snæfells
Einar Hjörleifsson Hafró- nýtingastefna og fiskvernd
Jón Kristjánssson fiskifræðingur
Guðmundur Jóhannesson deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu
Hrafnkell Eiríksson Hafró-skyndilokanir og reglugerðarsvæði.
Kaffihlé.
Fyrirspurnir úr sal.

Tilefni þessa fundar er sú gríðalega óánægja sem varð við reglugerðarlokun á sunnanverðum Breiðafirði í haust, bæði með framkvæmd hennar og tilurð. Einnig miklar áhyggjur okkar af slökum vaxtarhraða þorsks og ætisskorti á firðinum. Þá eru mjög skiptar skoðanir um árangur af fiskveiðiráðgjöf HAFRÓ, sem á 20 ára afmæli um þessar mundir.

Snæfell hefur fengið sjálfstætt starfandi fiskifræðing Jón Kristjánsson til að gera rannsókn á kynþroska og vöxt þorsks á svæðinu og mun hann kynna niðurstöður sínar á fundinum. Einnig verða á fundinum Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró,Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS , Björn Ævarr Steinarsson forstöðumaður veiðiráðgjafasviðs Hafró og Guðmundur Karlsson forstöðumaður sérverkefnasviðs Fiskistofu, þannig að flestum spurningum fundarmanna verður hægt að svara.

Hvetjum fólk að láta sjá sig, því að á fundinum verður til umræðu stærsta atvinnumál Snæfellinga – sjávarútvegurinn.

Stjórn Snæfells
Símon Sturluson formaður
Gísli Ólafsson varaformaður
Lúðvík Smárason gjaldkeri
Bárður Guðmundsson
Jóhann R. Kristinsson“