Afkoman versnar

Hagstofa Íslands hefur birt rekstraryfirlit fiskveiða 2003. Þar kemur fram að afkoma smábáta versnaði frá árinu 2002. Hreinn hagnaður sem hlutfall af tekjum var aðeins 1,4% en hafði verið 3,7% 2002 og 13,2% 2001. Tekjur milli áranna 2002 og 2003 minnkuðu um 1,7 milljarða eða 20%.
Af breytingum einstakra liða vekur athygli að kostnaður við kvótaleigu minnkaði um 1 milljarð. 2002 leigðu smábátar veiðiheimildir fyrir 1,2 milljarða 14% af heildartekjum, en 2003 var kostnaður vegna kvótaleigu 240 milljónir eða 3,6% af heildartekjum.