Áfram verður haldið að glugga í skýrslu Hagstofunnar um rekstraryfirlit við fiskveiðar 2003. Nú verða tekin fyrir laun og launatengd gjöld, olíu- og flutningskostnaður.
Á árinu 2003 voru laun og launatengd gjöld 43% af heildartekjum, höfðu hækkað um úr 39% eða um heil 11%. Olíukostnaður lækkaði hins vegar verulega, var 3,3% en var kominn niður í 2,4% 2003. Á því 7 ára tímabili sem rekstraryfirlit Hagstofunnar ná til, var olíukostnaður hæstur 1997, 3,9%, en lægstur var hann 1999 aðeins 1,7%.
Það vekur athygli að liðurinn, flutningskostnaður hefur hækkað gríðarlega milli ára, eða um 78% þegar hann er mældur sem hlutfall af heildartekjum. 2003 var hann kominn í 3% sem er 40 milljónum meira en olíukostnaðurinn var það ár.
Á næstunni mun LS skoða þennan lið sérstaklega og eru félagsmenn hvattir til að leggja sitt að mörkum með því að senda inn gögn sem sýna hver þróunin er á sl. ári.