Kynþroskahlutfall og svartfuglsdauði

Mikil umræða á sér stað þessa dagana um lífríki sjávar. Fram eru komnar 2 fyrirspurnir um málið á Alþingi. Annars vegar frá Einari Oddi Kristjánssyni sem spyr sjávarútvegsráðherra um kynþroska þorsks og hins vegar frá Merði Árnasyni sem spyr umhverfisráðherra um svartfugl á Norðurlandi.

Fyrispurn Einars Odds er í tveimur liðum:
1. Hvert hefur verið kynþroskahlutfall fjögurra ára þorsks á árunum 4-20-1990?
2. Hvaða vísbendingar um vöxt og vaxtarhraða þorsksins gefa breytingar á kynþroskahlutfallinu?

Fyrirspurn Marðar er í þremur liðum:
1. Hverjar eru skýringar sérfræðinga í stofnunum umhverfisráðuneytisins á svartfuglsdauða úti fyrir ströndum nyrðra í vetur og undanfarna vetur?
2. Eru þessi atburðir tengdir ámóta hruni svartfuglsstofns í Noregi? Getur verið að hér sé um að ræða merki um yfirvofandi loftlagsbreytingar?
3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir sérstökum rannsóknum eða aðgerðum vegna þessa?