Aflinn september – janúar.
Á fiskveiðiárinu hafa krókaaflamarksbátar heimild til að veiða 3-0-63 tonn á grundvelli aflahlutdeildar sem kemur til úthlutunar. Í fyrra var sambærileg tala 9-1-54 tonn. Helsta ástæða fyrir aukningunni er færsla sóknardagabáta yfir í krókaaflamark. Stærstur hluti þessara talna samanstendur af þorski, ýsu og steinbít. Þorskur er 6-2-36 tonn, ýsa 1-1-14 og steinbítur 3-8-5 tonn. Hlutdeild þessara tegunda í heildarúthlutun er: þorskur 17,8%, ýsa 15,2% og steinbítur 37,9%.
Við fyrrgreindar heimildir þessa fiskveiðiárs bætist hlutur krókaaflamarksbáta í línuívilnun og byggðakvóta.
Á fyrstu 5 mánuðum fiskveiðiársins þegar megin uppistaða aflans er þorskur og ýsa hefur þorskveiði minnkað óverulega eða úr 9-9-10 tonnum í 4-6-10 tonn. Ýsuaflinn hefur hins vegar aukist um 8% eða tæp 600 tonn var kominn í 1-5-7 tonn í lok janúar.
Heimild: Fiskistofa