Í gær var haldinn félagsfundur í Kletti, félagi smábátaeigenda, Ólafsfirði – Tjörnes – Grímsey. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir um dragnót, línuívilnun og grásleppumál.
Áskorun til sjávarútvegsráðherra
Fundurinn skorar á Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að afturkalla nú þegar undanþágu við dragnótaveiðum á Eyjafirði sem dragnótabátunum Sólborgu EA í eigu BRIMS hf, hefur verið veitt.
Jafnhliða verði veiðisvæði dragnótabáta á Eyjafirði skilgreint að nýju, núverandi línur í Ólafsfirði og Eyjafirði verði felldar niður og í stað þeirra verði dragnótaveiðar bannaðar innan línu sem dregin verði úr Landsenda (við sunnanverðan Héðinsfjörð) í Hrólfsker og réttvísandi austur þaðan.
Línuívilnun
Fundurinn ítrekar fyrri ályktanir um línuívilnun til handa dagróðabátum og skorar á sjávarútvegsráðherra að breyta núverandi reglugerð um línuívilnun þannig að hún gildi fyrir alla dagróðarbáta hvort sem línan er beitt í landi eða stokkuð upp.
Takmörkun grásleppuveiða
Fundurinn fagnar því að niðurstaða skyldi nást í takmörkun grásleppuveiða, bæði innanlands og meðal veiðiþjóða grásleppu, og tryggja með því takmörkun framboðs hrogna og jafnvægi markaðarins.
Myndir eru frá fundinum.
Fundarmenn og forysta
Kletts fv. Pétur Sigurðsson formaður, Júlíus Bessason ritari og Þröstur Jóhannsson gjaldkeri.