Lagfæringar á lögum um stjórn fiskveiða

Sjávarútvegsnefnd Alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða – http://althingi.is/altext/131/s/0415.html
Frumvarpinu er aðallega ætlað að gera lagfæringar sem einkum má rekja til afnáms sóknardagakerfis. Auk þess eru nokkrar aðrar breytingar lagðar til svo sem að tímabundin heimild til ráðherra um sérstaka ráðstöfun þorskeldiskvóta framlengist um 4 ár og gildi til loka fiskveiðiársins 0-20-2009.
LS hefur sent sjávarútvegsnefnd athugasemdir við frumvarpið. Þar fer LS m.a. fram á að eftirtaldar breytingar verði gerðar á línuívilnuninni:
1. Afli sem kemur til ívilnunar reiknist ekki til heildarafla og dragist því ekki frá áður en kvóta er úthlutað.
2. Línuívilnun nái einnig til dagróðrabáta þar sem línan er stokkuð upp í landi en beitt úti gegnum trekt.
3. Skilyrði fyrir línuívilnun að landað sé í sömu höfn og línan er tekin um borð verði fellt út.
4. Að ekki verði hámark á ýsu- og steinbítsafla sem reiknast til línuívilnunar.
5. Að ónýttur þorskafli hvers tímabils færist yfir til næsta tímabils.