Meðalaldur lægstur á Vestfjörðum

Í skrá sem nýlega er komin út hjá Hagstofu Íslands er að finna nokkrar fróðlegar upplýsingar um fiskiskipastólinn. Alls voru 869 þilfarsskip skráð sem fiskiskip í árslok 2004 sem er sami fjöldi og ári áður. Af þeim fjölda eru smábátar minni en 10 brt. 377 eða rúm 40%. Flestir eru á Vestfjörðum 100 bátar eða rúmur fjórðungur.
Meðalaldur allra þilfarsskipanna er 20,1 ár. Við flokkun kemur í ljós að meðalaldur hinna 377 smábáta er lægstur 12,3 ár, yngstir eru þeir á Vestfjörðum 10,1 ár en elstir á Suðurnesjum 14,7 ár.