Grásleppuhrogn – Norðmenn ákveða lítilsháttar hækkun

Í dag gaf Norges Råfisklag (NR) út lágmarksverð á grásleppuhrognum fyrir komandi vertíð. NR ákvað lítilsháttar hækkun frá verði sem gilti í fyrra.

Fyrir tunnu af söltuðum grásleppuhrongum verður lágmarksverðið 0-2-5 Nkr. hækkar um 100 krónur og fyrir hvert kíló af blautum hrognum verður greitt að lágmarki 34 krónur, hækkar um 50 aura. Miðað við gengi í dag svarar verðið til 0-4-50 króna tunnan og kílóverð upp úr sjó krónur 330.

Í fréttatilkynningu NR er greint frá viðræðum aðila um stöðuna á grásleppuhrognamarkaðinum í því skyni að ákveða lágmarksverð. Þátttakendur hafi ekki náð samkomulagi um lágmarksverð, vegna ólíkra skoðana á því hvernig markaðurinn muni þróast á næstu mánuðum.